Morðgáta
Var framinn ástríðuglæpur? Hver átti byssuna? Erfir þú morðfjár?
Settu upp grímuna og komdu þér á óvart í æsispennandi hlutverkaleik. Hlín Pétursdóttir leikkona sér um að stjórna leiknum.
Dagsetningar: 24. og 25. október 2025
Verð: 13.900 kr á mann
Þema: Great Gatsby
Aldurstakmark: 20 ára
Viðburðurinn er á íslensku
Innifalið eru léttar veitingar og komudrykkur ásamt kvöldstund hlaðinni háska, dulúð og glamúr.
Happy Hour verð á drykkjum allan tímann.
Allir þátttakendur fá upplýsingar um sinn karakter í tölvupósti nokkrum dögum fyrir komu.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir er hægt að hafa samband í síma 471 1500 eða senda póst á herad@icehotels.is
Langar þig að gista á hótelinu fyrir eða eftir viðburðinn?
Verð fyrir tveggja manna herbergi frá 23.480,- (11.740 per mann)
Verð á eins manns herbergi frá 20.240,-
Bóka gistingu